Bækur

Útgefnar bækur

Bókin um Tíslu

Námsbók í siðfræði og lífsleikni. Bókin fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt. Bókin er hugsuð fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum sínum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við eða vinna með þessar tilfinningar.

 

Námsbækur í trúarbragðafræði

Trúarbrögðin okkar er námsbók í trúarbragðafræði ætluð yngstu bekkjum grunnskólans. Hún er hugsuð til kynningar á fimm trúarbrögðum: búddatrú, hindúatrú, kristni, islam og gyðingdómi. Bókin lýsir trúarbrögðum frá sjónarhóli barna í sama bekk. Annað hlutverk hennar er að sýna að börn og fullorðnir geta umgengist, verið vinir og samt haft ólíka siði, venjur og trú.

Merkir sögustaðir eru þemahefti um staði sem þykja merkir af sögulegum ástæðum. Þessi bók er samvinnuverkefni Menntamálastofnunar og Biskupsstofu. Hún er gefin út af því tilefni að árið 2006 eru liðin 950 ár frá stofnun biskupsstóls í Skálholti. Stiklað er á stóru í sögu Skálholts, fjallað um kristnitöku og siðaskipti og ljósi varpað á ævi nokkurra biskupa sem sátu í Skálholti. Einnig er kafli um biskupsembættið nú á dögum. Í bókinni má finna verkefni og kennsluhugmyndir. Hún er ætluð til kennslu á miðstigi grunnskóla.

Merkir sögustaðir eru þemahefti um staði sem þykja merkir af sögulegum ástæðum. Þessi bók er samvinnuverkefni Menntamálastofnunar og Biskupsstofu. Hún er gefin út af því tilefni að árið 2006 eru liðin 900 ár frá stofnun biskupsstóls á Hólum. Stiklað er á stóru í sögu Hóla og ljósi varpað á ævi nokkurra biskupa sem þar sátu. Einnig er fjallað um kristnitöku og siðaskipti. Í bókinni má finna verkefni og kennsluhugmyndir. Hún er ætluð til kennslu á miðstigi grunnskóla.